Kveðja
Ég bjóst varla við því eftir aðgerðarleysi síðustu vikna hér á blogginu að Life myndi útnefna mig sem mann ársins. En stundum er betra að þegja ef maður hefur ekkert að segja. Þegar ég stofnaði þessa bloggsíðu ákvað ég að skrifa ekkert persónulegt um sjálfan mig eða mína nánustu og hef staðið við þá ákvörðun.
Í staðinn hef ég skrifað um menningu, pólitík og málefni líðandi stundar. Svo kemur sú stund að maður nennir þessu ekki lengur. Mér sýnist stefna í stofnanavæðingu bloggsins. Framsóknarmenn fá borgað fyrir að halda úti "sjálfstæðum" fréttasíðum, mogginn og vísir bítast um bloggara. Þetta er kreisí heimur.
Síðan mun auðvitað standa óhreyfð. Hún er svosem ágætis minnisvarði um síðasta ár. Úr blaðamennskunni í hellulagnir, þaðan á NFS og síðan í Listaháskóla Íslands. Sannkölluð rússíbanareið. Svo er mér minnisstæt þegar ég hætti að reykja og bloggaði um það. Lesendum til fróðleiks heldur bindindið. Sígaretturnar eignuðust harðsnúinn andstæðing. Svo hef ég gagnrýnt bíómyndir, skrifað lof um Poseidon en kunni ekki að meta Borat.
Svona er lífið. Ég þakka öllum sem lesið hafa síðuna (þér sérstaklega Karen). Gleðileg jól.
Símon Birgisson